„Það er ekkert vont í samanburði við það að fæða barn“

Fyrirliðarnir Ásta Eir Árnadóttir og Elísa Viðarsdóttir.
Fyrirliðarnir Ásta Eir Árnadóttir og Elísa Viðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þú verður sterkari í hausnum og tíminn sem maður var frá keppni var mjög lærdómsríkur tími,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta, í Fyrsta sætinu.

Elísa eignaðist sitt annað barn í mars á þessu ári og lék því ekkert með liðinu undir lok síðasta tímabils en hún snéri aftur á völlinn í sumar.

Sársaukaþröskuldurinn hækkaði

Valur tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Bestu deildarinnar á Hlíðarenda á morgun en Elísa og Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, hituðu upp fyrir leikinn í Fyrsta sætinu.

„Ég horfði meira á fótbolta á þessum tíma og pældi meira í taktík sem dæmi. Þetta snérist líka um það hvernig maður gat gefið meira af sér á sem stystum tíma,“ sagði Elísa.

„Sársaukaþröskuldurinn hækkaði líka mikið,“ sagði Ásta Eir en hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2020.

„Það er ekkert vont í samanburði við það að fæða barn,“ skaut Elísa þá inn í.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert