Þróttur tryggði sér 5. sætið í lokaumferðinni

Þróttur endar í fimmta sæti Bestu deildar kvenna.
Þróttur endar í fimmta sæti Bestu deildar kvenna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH og Þrótt­ur átt­ust við í hrein­um úr­slita­leik um 5. sæti Bestu deild­ar kvenna í fót­bolta í dag og lauk leikn­um með sigri Þrótt­ar 3:0 og end­ar liðið í 5 sæti deild­ar­inn­ar á meðan FH kon­ur þurfa að stætta sig við 6. sætið og það neðsta í efri hluta deild­ar­inn­ar. Leikið var á Kaplakrika­velli í dag.

Leik­ur­inn fór ró­lega af stað en það var Mel­issa Garcia sem átti fyrsta skot leiks­ins í dag. Skotið var vel varið af Al­dísi Guðlaugs­dótt­ur sem varði stór­kost­lega í fyrri hálfleik og má þakka henni fyr­ir að mun­ur­inn í hálfleik var ekki meiri en raun ber vitni. 

Á 10 mín­útu leiks­ins hefðu FH kon­ur getað brotið ís­inn þegar Hildigunn­ur Ýr Bene­dikts­dótt­ir komst í fínt færi inni í teig Þrótt­ar en skot henn­ar rétt yfir markið.

Stuttu síðar komst Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir ein inn fyr­ir vörn gest­anna en skot henn­ar varið af Mol­lee Swift markverði Þrótt­ar.

Á 18 mín­útu leiks­ins meidd­ist Jón­ína Linn­et að því er virt­ist frek­ar illa og þurfti að bera hana af velli. Inn á fyr­ir hana kom Birna Krist­ín Björns­dótt­ir.

Á 25 mín­útu leiks­ins komst Freyja Karín Þor­varðardótt­ir í sann­kallað dauðafæri þegar hún slapp ein í gegn­um vörn FH en Al­dís varði stór­kost­lega frá henni.

Al­dís var ekki hætt að bjarga FH liðinu því á 28 mín­útu varði hún skalla frá Leu Björt Kristjáns­dótt­ur stór­kost­lega.

Aldís Guðlaugsdóttir átti flottan leik í marki FH í dag.
Aldís Guðlaugsdóttir átti flottan leik í marki FH í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta mark leiks­ins kom á 30 mín­útu leiks­ins þegar Carol­ine Murray átti skot utan teigs hjá Þrótti sem Al­dís virt­ist al­veg vera með í sigt­inu en skyndi­lega breytti bolt­inn um stefnu og endaði í mark­inu. Staðan 1:0 fyr­ir gest­ina í Þrótti.

Þrótt­ara­kon­ur voru ekki hætt­ar. Á 36 mín­útu leiks­ins komst Sæ­unn Björns­dótt­ir ein inn fyr­ir vörn FH eft­ir mis­heppnaða send­ingu FH kvenna og skoraði fram­hjá Al­dísi í mark­inu og staðan orðin 2:0 fyr­ir Þrótt.

Sæunn Björnsdóttir skoraði annað mark Þróttara í dag.
Sæunn Björnsdóttir skoraði annað mark Þróttara í dag. Kristinn Magnússon

Þótt­ara­kon­ur sóttu meira það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við þriðja mark­inu og staðan í hálfleik 2:0 fyr­ir Þrótt.

FH kon­ur mættu grimm­ar til leiks í seinni hálfleik og sóttu meira fram­an af. Strax á 48 mín­útu leiks­ins komst Val­gerður Ósk Vals­dótt­ir í fínt færi en skot henn­ar fór yfir markið. FH kon­ur héldu áfram að sækja en náðu ekki að skapa sér markverð tæki­færi til að minnka mun­inn.

Á 60 mín­útu leiks­ins átti Jelena Tinna Kujundzic frá­bært skot að marki FH fyr­ir utan teig en Al­dís Guðlaugs­dótt­ir kom enn og aft­ur með stór­kost­lega markvörslu fyr­ir FH og bjargaði í horn.

Melissa Garcia skoraði þriðja mark Þróttara.
Melissa Garcia skoraði þriðja mark Þróttara. Eyþór Árnason

Á 62 mín­útu juku gest­irn­ir for­yst­una þegar Mel­issa Garcia skoraði þriðja mark Þrótt­ar eft­ir að Al­dís hafði varið bolt­ann í þverslá. Staðan 3:0 fyr­ir Þrótt­ara­kon­ur sem voru með þessu að gull­tryggja sér 5. sætið í deild­inni.

Eft­ir þetta fóru liðin að gera skipt­ing­ar og við það breytt­ist leik­ur­inn tals­vert. FH sótti þó ívið meira en náði ekki að skapa sér nægi­lega hættu­leg færi.

Fór svo að leik­ur­inn endaði með 3:0 sigri Þrótt­ara.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 0:3 Þróttur R. opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka