Draumurinn um EM er úti

Fyrirliðinn Andri Fannar Baldursson í baráttunni í dag.
Fyrirliðinn Andri Fannar Baldursson í baráttunni í dag. mbl.is/Karítas

Von íslenska U21 árs karlalandsliðsins um að komast á Evrópumótið í fótbolta í Slóvakíu næsta sumar er úti eftir tap fyrir jafnöldrum sínum frá Litháen, 2:0, á Víkingsvelli í dag.

Þetta voru fyrstu stig Litháen í undankeppninni en Ísland er enn í þriðja sæti I-riðils með níu stig og þurfti að vinna í dag til að eiga möguleika á að fara á lokamótið.

Wales og Danmörk eru í tveimur efstu sætunum með 14 stig og eru þar með komin á lokamótið. 

Íslenska liðið var meira með boltann allan leikinn en mörkin skoruðu Litháar. 

Það fyrra skoraði Faustas Steponavicius á 16. mínútu eftir sendingu frá Romualdas Jansonas. Þá var Steponavicius með boltann vinstra megin í teignum og setti hann í netið fram hjá Lúkasi Blöndal Petersson, 1:0. 

Jansonas var síðan á ferðinni á 31. mínútu þegar að hann nýtti sér afleitt mistök Ólafs Guðmundssonar sem sendi á hann boltann. Jansonas var kominn einn gegn Lúkasi og skoraði, stöngin inn. 

Íslendingunum gekk erfiðlega að sækja í seinni hálfleik og litháíska liðið varðist afar vel. 

Ísland mætir Danmörku ytra í síðustu umferð riðilsins næstkomandi þriðjudag. Með sigri í dag hefði það orðið úrslitaleikur. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Ísland U21 0:2 Litháen U21 opna loka
90. mín. Motiejus Burba (Litháen U21) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert