Fólki var heitt í hamsi á samfélagsmiðlinum X eftir tap Íslands gegn Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.
Leiknum lauk með 4:2-sigri Tyrklands en Tyrkir fengu tvær vítaspyrnu í leiknum eftir að dómari leiksins, Pólverjinn Damian Sylwestrzak, hafði skoðað atvikinu í VAR-myndbandsskjánum.
Þá vildi íslenska liðið fá vítaspyrnu og rautt spjald á Merih Demiral, varnarmann Tyrklands, þegar hann virtist bjarga á marklínu með höndinni í stöðunni 2:1, Tyrkjum í vil.
Dómarinn ákvað hins vegar að skoða atvikið ekki í VAR-myndbandsskjánum en íslenska liðið jafnaði metin í 2:2 sex mínútum síðar.
Bíddu hvaða VAR steypa er í gangi hérna? Fær stillimynd í smettið hjá okkur 2x og fer ekki einu sinni að skoða þetta þegar gæinn bjargar marki með höndinni?
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 14, 2024
VERIÐ AÐ FLAUTA OKKUR ÚR ÞJÓÐADEILDINNI ENN EITT ÁRIÐ. GANGA AF VELLI NÚNA
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 14, 2024
Damian Sylwestrzak hlýtur að hafa verið að dæma sinn síðasta leik á alþjóðlegum vettvangi. Þetta er ekki boðlegt.
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) October 14, 2024
VAR vitleysa í Laugardalnum. Til hvers er dómarinn sendur í skjáinn ef hann fær bara augnablikið fryst en ekki samhengið. Djöfulsins vitleysa
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 14, 2024
Ef einhvern tímann er verið að verja boltann með hendi þá var það þarna. Vissulega með hendur meðfram síðum en augljóslega setur hendina fyrir og bjargar marki. Ótrúlegt að hann dæmi ekki á þetta
— Einar Guðnason (@EinarGudna) October 14, 2024
VAR var munurinn á liðunum í kvöld
— saevar petursson (@saevarp) October 14, 2024
Hahaha hvernig ferðu ekki í skjáinn og færð helvítis frost myndina sem þú elskar!!! Viti og rautt
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) October 14, 2024