„Ert ekki að velta því fyrir þér þegar þú færð sparkið“

Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Já það var það,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson í Fyrsta sætinu þegar hann var spurður að því hvort það hefði verið mikið högg þegar honum var sagt upp störfum.

Arnari var sagt upp störfum sem þjálfara Vals í Bestu deild karla byrjun ágústmánaðar en hann hefur einnig stýrt Breiðabliki, Roeselare í Belgíu og KA á þjálfaraferlinum. Þá lék hann 71 A-landsleik fyrir Ísland og var atvinnumaður Grikklandi og Belgíu í tæpan áratug. 

Ekkert annað en sigur í boði

Arnari var sagt upp störfum eftir að Valsmenn féllu úr leik í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn St. Mirren frá Skotlandi.

„Hjá toppliði eins og Val er ekkert annað í boði en sigur,“ sagði Arnar.

„Við vorum í meiðslavandræðum, sérstaklega í varnarlínunni. Það var lítið sem var að detta með okkur líka. Við gerum vel í Evrópukeppninni, sláum út lið frá Albaníu og eigum svo mjög góðan leik gegn St. Mirren heima. Við förum með brothætt lið út til Skotlands og töpum illa.

Við vorum fimm stigum á eftir toppliðinu á þessum tímapunkti og tilfinningin var sú að við gætum orðið meistarar. Það er alltaf þetta ef og hefði en þú ert ekki að velta því fyrir þér þegar þú færð sparkið,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert