Brotist var inn á Víkingsvöll í nótt og sum þeirra bretta sem mynda áhorfendapalla fyrir stórleik Víkings gegn Breiðablik voru máluð græn.
Samkvæmt Fótbolta.net er tjónið metið á 1,5 milljón króna og ætla Víkingar að kæra skemmdarverkin til KSÍ og krefjast þess að Blikar borgi.
Skemmdarverkin náðust á myndbandsupptöku. Eigandi brettanna ætlaði að koma eftir hádegi og svo yrði tekin ákvörðun um hvort málið verði kært til lögreglu.
Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.