„Ég myndi gefa kost á mér í landsliðið út lífið“

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki hættur að leika með landsliðinu en hann á að baki 113 A-landsleiki og 15 mörk.

Birkir, sem er 36 ára gamall og samningsbundinn Brescia í ítölsku B-deildinni, hefur ekkert leikið fyrir landsliðið síðan Norðmaðurinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í apríl á síðasta ári.

Myndi aldrei gefa það út

Birkir var í fyrsta landsliðshóp Hareide á síðasta ári en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og hefur ekki verið valinn síðan.

„Ég myndi gefa kost á mér í landsliðið út lífið ef það stæði til boða,“ sagði Birkir í samtali við mbl.is.

„Ég myndi aldrei gefa það út að ég væri hættur í landsliðinu,“ bætti Birkir Bjarnason við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert