Vildi velja Gylfa sem hringdi í KSÍ

Gylfi Þór Sigurðsson og Åge Hareide.
Gylfi Þór Sigurðsson og Åge Hareide. Ljósmynd/Samsett

„Ég vildi velja Gylfa en hann hringdi í KSÍ og bað um að vera tekinn úr hópnum. Við verðum að bera virðingu fyrir því,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, í samtali við mbl.is.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum sem mætir Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni á næstu dögum. Gylfi var í síðasta verkefni en fékk lítið að spila gegn Wales og ekkert gegn Tyrklandi.

„Hann spilaði ekkert á móti Tyrklandi en í lok leiks var einn leikmaður að glíma við hnémeiðsli og ég vildi eiga skiptingu eftir. Ég gat ekki hent Gylfa inn á. Þú verður líka að taka ákvarðanir mjög fljótt og að mínu mati var þetta ekki leikur sem hentaði Gylfa.

Hann spilaði á móti Svartfjallalandi því það var öðruvísi leikur. Þá vorum við meira með boltann og Gylfi fékk að njóta sín. Ef hann vill, þá er enn framtíð fyrir Gylfa í þessu landsliði. Hann hefur verið einn besti leikmaður Íslandssögunnar.

Við sjáum til hvað við gerum. Ég er líka með tvo virkilega góða framherja, í Andra og Orra, og ég vil spila þeim eins mikið saman og hægt er. Þá getum við verið með stórhættulegt par fram á við,“ sagði sá norski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka