Víkingar eru í fjórtánda sæti

Víkingar standa vel að vígi með 7 stig í keppninni.
Víkingar standa vel að vígi með 7 stig í keppninni. Eggert Jóhannesson

Víkingar eru í fjórtánda sæti Sambandsdeildar karla í fótbolta eftir að öllum leikjum kvöldsins í fjórðu umferðinni er lokið en þeir gerðu markalaust jafntefli við Noah í Armeníu fyrr í kvöld.

Þeir eru með sjö stig úr fjórum leikjum en fjórar umferðir eru búnar af sex. Ef þeir enda meðal 24  efstu liðanna af 36 að sex umferðum loknum komast þeir í umspil um sæti í sextán liða úrslitunum og það umspil fer fram 13. og 20. febrúar.

Úrslitin í síðustu leikjum kvöldsins:

Fiorentina - Pafos 3:2
Lugano - Gent 2:0
Mladá Boleslav - Real Betis 2:1
Olimpija Ljubljana - Larane 1:0
Omonia Nikósía - Legia Varsjá 0:3
Rapid Vín - Shamrock Rovers 1:1

Stöðuna í deildinni má sjá hér til hliðar á síðunni og ítarlegri stöðu með því að smella á „meira.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert