Bræðurnir á leið í Aftureldingu

Axel Óskar Andrésson í leik með KR.
Axel Óskar Andrésson í leik með KR. mbl.is/Ólafur Árdal

Allt bendir til þess að bræðurnir Axel og Jökull Andréssynir leiki með uppeldisfélaginu Aftureldingu í Bestu deildinni í fótbolta á næsta tímabili.

Þeir eru báðir í liði Aftureldingar sem spilar þessa stundina æfingaleik gegn Þrótti úr Reykjavík.

Axel er laus undan samningi við KR og samkvæmt heimildum mbl.is er hann þegar búinn að samþykkja samning við Aftureldingu. Axel kom til liðs við KR fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið erlendis frá 16 ára aldri.

Jökull varði mark Aftureldingar seinni hluta síðasta tímabils, í láni frá Reading á Englandi, og hann var síðan leystur undan samningi hjá enska félaginu í haust. Jökull átti drjúgan þátt í velgengni Aftureldingar á lokasprettinum í haust þegar liðið vann umspilið um sæti í Bestu deildinni.

Heimildir mbl.is herma að varðandi Jökul sé aðeins beðið eftir því að fá formlega staðfestingu frá Englandi að hann sé laus allra mála þaðan.

Jökull Andrésson fagnar sigri Aftureldingar í umspilinu í haust.
Jökull Andrésson fagnar sigri Aftureldingar í umspilinu í haust. Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka