Eyjakonan verður ekki með gegn Íslandi

Cloé Eyja Lacasse í landsleik með Kanada.
Cloé Eyja Lacasse í landsleik með Kanada. AFP/Alex Bierens de Haan

Eyja­kon­an Cloé Eyja Lacasse, sem bjó í Vest­manna­eyj­um í fimm ár og er með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt, verður ekki með Kanada í vináttulandsleik þjóðarinnar gegn Íslandi í knattspyrnu í Murcia á Spáni í kvöld. 

Þetta kemur fram á heimasíðu kanadíska knattspyrnusambandsins en Cloé er meidd. 

Cloé, sem er 31 árs gömul, er nú leikmaður Utah Royals í gríðarlega sterku bandarísku NWSL-deildinni en hún fór frá ÍBV til Benfica sumarið 2019 og var leikmaður Arsenal á síðustu leiktíð. 

Hún kom fyrst inn í landslið Kanada árið 2021, þá tæpleg 28 ára gömul, en hefur síðan spilað 37 landsleiki og skorað í þeim sex mörk.

Leikurinn hefst klukkan 18 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert