Gleðifréttir fyrir Fylkismenn

Ásgeir Eyþórsson.
Ásgeir Eyþórsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Eyþórsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Fylki. 

Ásgeir, sem er 31 árs gamall varnarmaður og uppalinn hjá Fylki, á að baki 359 mótsleiki fyrir Fylki og þar af 188 í efstu deild, sem er næstmest á eftir Andrési Má Jóhannessyni. 

Ásgeir lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni með Fylki árið 2011 en hann er varafyrirliði liðsins. 

Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spila því í 1. deildinni næsta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert