Ísland náði í fín úrslit gegn Kanada

Ísland og Kanada gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu kvenna á Pinatar-vellinum í Murcia á Spáni klukkan í kvöld. 

Þetta var fyrri leikur Íslands af tveimur í Murcia en á þriðjudaginn mætir Ísland Danmörku. 

Landslið Kanada er gríðarlega sterkt og í sjötta sæti heimslistans, sjö sætum ofar en Ísland. 

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Kanada fékk aðeins betri færi. 

Í seinni hálfleik fékk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir langbesta færi leiksins þegar hún fékk sendingu beint á sig frá Lysianne Proulx markverði Kanada. 

Karólína var ein gegn Proulx en markvörðurinn sá við henni með góðri vörslu. 

Sveindís Jane Jónsdóttir og Hlín Eiríksdóttir ógnuðu marki Kanada á lokamínútum leiksins en inn vildi boltinn ekki. 

Allt í allt var leikurinn heldur lokaður og vörðust bæði lið vel. Íslenska liðinu gekk þó ekki að halda mikið í boltann og voru spilkaflarnir fáir. Þó þegar landsliðkonurnar náðu að tengja saman nokkrar sendingar urðu góð færi til. 

Varnarleikur íslenska liðsins er hins vegar orðinn afskaplega traustur, sem sannaðist í fáum góðum færum kanadíska liðsins. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var örugg í markinu og stýrði vörninni fyrir framan sig vel. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Ísland 0:0 Kanada opna loka
90. mín. Tveimur mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka