Kom til Íslands til þess að finna gleðina aftur

Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég kom aftur til Íslands í sumar til þess að finna aftur gleðina í fótboltanum,“ sagði fótboltamaðurinn Jökull Andrésson í samtali við mbl.is í Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.

Jökull, sem er 23 ára gamall, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt Aftureldingu.

Fann gleðina í Mosfellsbæ

Hann gekk til liðs við félagið um mitt síðasta sumar á láni frá Reading og var í lykilhlutverki þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni í haust í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Ég fann aftur gleðina í fótboltanum með Aftureldingu. Ég er búinn að vera lengi á Englandi og það var orðið ansi langt síðan maður upplifði gleðina í fótboltanum þar.

Það er ástæðan fyrir því að ég kom aftur til Íslands og þegar að þú ert glaður þá ertu miklu betri fótboltamaður. Ég er með þriggja mánaða dóttur og lífið er nánast fullkomið í dag, lífið leikur við mann,“ sagði Jökull í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka