Þetta var erfið ákvörðun fyrir foreldra mína

„Ég veit að þau ræddu þetta fram og til baka, sín á milli, og við aðra,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.

Rétt ákvörðun

Arnór gekk til liðs við Heerenveen í Hollandi þegar hann var 15 ára gamall en hann flutti einn út og þurfti því að læra það fljótt að standa á eigin fótum í nýju landi.

„Ég held að það hafi hjálpað þeim að koma með mér út þegar ég fór að skoða aðstæður hjá þeim,“ sagði Arnór.

„Mér myndi finnast þetta erfið ákvörðun ef sonur minn, 15 ára, væri að flytja einn út, og þetta var erfið ákvörðun fyrir foreldra mína.

Eftir á að hyggja var þetta rétt ákvörðun því mig langaði til þess að verða atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Arnór meðal annars.

Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, og Arnór Smárason fallast í …
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, og Arnór Smárason fallast í faðma eftir síðasta heimleik Arnórs með Skagamönnum. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka