Mikill jólakall sem tekur sig vel út í rauðu

Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég er búinn að kíkja nokkrum sinnum í spegilinn,“ sagði fótboltamaðurinn Oliver Sigurjónsson í samtali við mbl.is í Hlégarði í Mosfellsbæ í vikunni.

Oliver, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Aftureldingu á föstudaginn en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hann hefur leikið allan sinn feril, að undanskyldu einu tímabili með Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni.

Gerir allt til þess að vinna

„Mér finnst ég taka mig hrikalega vel út í rauðu. Ég var ekki mikið jólabarn þegar ég var yngri en eftir að ég eignaðist börn er ég orðinn mikill jólakall. Ég á mikla jólakonu líka og ég hef því mjög gaman að því í dag að vera kominn í rauðan keppnisbúning,“ sagði Oliver.

Hvernig leggst það í hann að mæta sínum fyrrverandi liðsfélögum í Breiðabliki?

„Ég held að það sé alltaf hálfgrillað að mæta vinum sínum. Það er samt alltaf þannig, hvort sem það er fótbolti. Fifa eða Padel, þá gerir maður allt til þess að vinna,“ bætti Oliver við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert