Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson lenti í hremmingum á ferðalagi sínu í Taílandi með bróður sínum á dögunum.
Grétar, sem leikur með FH, er höfuðkúpubrotinn eftir að byrlað var fyrir honum í Asíuríkinu. Í kjölfarið var gengið í skrokk á leikmanninum með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði.
Vísir greinir frá að Grétar og bróðir hans Andri Geir hafi dvalið á sjúkrahúsi um tíma eftir atvikið en þeir eru nú komnir heim til Íslands.
Grétar lék fimmtán leiki með FH í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur einnig leikið með liðum á borð við KR og Fjölni.