Sigurður Nói Jóhannsson skoraði eitt marka KA þegar liðið vann öruggan sigur á Hetti/Huginn, 5:0, í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu í kvöld. Sigurður Nói er aðeins 14 ára gamall.
KA vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Sigurður Nói hafi verið að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik. Innsiglaði hann öruggan sigur með fimmta markinu átta mínútum fyrir leikslok.
Hinn 19 ára gamli Breki Hólm Baldursson skoraði tvívegis auk þess sem Ásgeir Sigurgeirsson og Elfar Árni Aðalsteinsson komust á blað.
Sá síðastnefndi er á leið heim til Völsungs á nýju ári.