Emmanuel Duah, knattspyrnumaður frá Gana, er genginn til liðs við Vestra og hefur samið við félagið til þriggja ára.
Duah er 21 árs gamall sóknarmaður sem kemur til Vestra frá HB í Færeyjum. Hann lék 13 leiki með liðinu í færeysku úrvalsdeildinni á þessu ári og skoraði tvö mörk.
Hann var áður í röðum Eskilstuna í Svíþjóð og skoraði þar tvö mörk í 33 leikjum í B-deildinni árin 2022 og 2023.
Þar á undan lék Duah með unglingaliði Hammarby í Stokkhólmi. Hann var í U20 ára landsliði Gana sem varð Afríkumeistari árið 2021.