Grasið fjarlægt af Hásteinsvelli

Framkvæmdirnar eru hafnar á Hásteinsvelli.
Framkvæmdirnar eru hafnar á Hásteinsvelli. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn eru byrjaðir að fjarlægja grasið af Hásteinsvelli, aðalkeppnisvelli knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum.

Lagt verður gervigras á völlinn fyrir næsta tímabil en verkinu á að vera lokið fyrir 1. maí. Eyjamenn leika á ný í Bestu deildinni á næsta ári og tímabilið þar hefst í kringum 10. apríl.

ÍBV hefur alla tíð leikið heimaleiki sína á Hásteinsvelli og spilaði á honum í fyrsta skipti í efstu deild árið 1968.

Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum, tók myndirnar á Hásteinsvelli í vikunni.

Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert