Ísland fellur á heimslistanum

Íslenska kvennalandsliðið.
Íslenska kvennalandsliðið. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í dag.

Íslenska liðið er í 14. sæti listans í dag eftir eitt jafntefli og þrjú töp í síðustu fjórum landsleikjum gegn Bandaríkjunum, Kanada og Danmörku.

Ísland var í 13. sæti listans, sem er jafnframt besti árangur liðsins á heimslistanum frá upphafi, þegar hann var gefinn út í ágúst á þessu ári.

Það er Ítalía sem  fer upp fyrir Ísland á listanum en íslenska liðið er í níunda sæti af Evrópuþjóðum.

Bandaríkin eru áfram á toppnum en Spánn og Þýskaland fara bæði upp fyrir England og í annað og þriðja sætið. Á eftir Englandi koma svo Svíþjóð, Brasilía, Kanada og Japan.

Næsti leikir kvennalandsliðsins verða í febrúar í Þjóðadeildinni þar sem Ísland mætir Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni en Noregur leikur einnig í sama riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert