Saka fjölmiðla um að vega að heiðri forsvarsmanna FH

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH og Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi …
Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH og Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Samsett mynd

Aðalstjórn FH hefur sent frá sér yfirlýsingu og fundarboð vegna skýrslu Deloitte sem unnin var fyrir Hafnarfjarðarbæ vegna knatthússins Skessunnar í Hafnarfirði.

Í skýrslu Deloitte kem­ur meðal ann­ars fram að óná­kvæmni hafi gætt hjá FH í skýrslu sem fyr­ir­tækið vann fyr­ir Hafn­ar­fjarðarbæ, þar sem farið var yfir fram­kvæmd út­tekt­ar á meðferð fjár­muna Fim­leika­fé­lags Hafn­ar­fjarðar (FH) á bygg­ing­ar­tíma knatt­húss í eigu fé­lags­ins, Skess­unn­ar.

Ekki byggt á traustum heimildum

„Fjölmiðlar hófu upp úr miðjum desember sl. að fjalla um byggingu Skessunnar knatthúss okkar FH-inga, sem tekið var í notkun árið 2019,“ segir í tilkynningu aðalstjórnar.

„Sú umfjöllun var ekki byggð á traustum heimildum eða gögnum og virtist frekar miða að því að vega að heiðri FH og forsvarsmanna félagsins.

Aðalstjórn FH telur því óhjákvæmilegt að bregðast við fréttatflutningi þessum og upplýsa FH-inga um forsendur byggingar Skessunnar, byggingarkostnað og sölu fasteignarinnar til Hafnarfjarðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Fengu ekki drög að skýrslunni

Í tilkynningu Hafnfirðinga kemur meðal annars fram að skýrsla Deloitte gefi óskýra og villandi mynd af framkvæmdinni.

„FH hefur átt í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um að bærinn kaupi Skessuna. Í tengslum við þær viðræður fékk Hafnarfjarðarbær Deloitte ehf. til að vinna tvær skýrslur um byggingarframkvæmdina.

FH fékk ekki drög að skýrslunni til yfirferðar og þær gefa óskýra og villandi mynd af framkvæmdinni, bókhaldi og fjárreiðum FH. Með slíkri yfirferð hefði mátt leiðrétta eða í það minnsta koma á framfæri við skýrsluhöfunda formlegum athugasemdum FH,“ segir meðal annars.

Þá hefur aðalstjórn FH boðað til almenns félagsfundar í Kaplakrika þann 16. janúar klukkan 17:30 þar sem farið verður ítarlega yfir Skessumálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert