Hrikalega spenntur fyrir risastóru einvígi

Daníel Hafsteinsson er spenntur fyrir fyrsta stóra verkefninu með Víkingi.
Daníel Hafsteinsson er spenntur fyrir fyrsta stóra verkefninu með Víkingi. Ljósmynd/Víkingur

Daníel Hafsteinsson spilar væntanlega sinn fyrsta alvöruleik fyrir Víking úr Reykjavík þegar liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í fótbolta annað kvöld.

Daníel kom til Víkings frá KA fyrir áramót og er spenntur fyrir komandi verkefni.

„Ég er mjög spenntur og er tilbúinn í þetta. Það er fínt að koma inn í alvöruleik og gíra sig inn í það. Það gefur undirbúningstímabilinu lit að hlakka til að fara í risastórt einvígi,“ sagði Daníel.

Panathinaikos er eitt besta lið Grikklands og ljóst að verkefni Víkinga verður ærið.

„Víkingur er búinn að gera frábæra hluti í Evrópu á þessu ári. Íslensk lið eru svo samstillt, eins og sést best hjá landsliðinu. Við erum með mjög góða liðsheild og gæði líka.

Við erum frábærir í mörgum hlutum og ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég tel okkur eiga góða möguleika í þessu,“ sagði Daníel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert