13 ára skoraði fyrir ÍBV

Erla Hrönn Unnarsdóttir, Margrét Mjöll Ingadóttir, Díana Jónsdóttir og Milena …
Erla Hrönn Unnarsdóttir, Margrét Mjöll Ingadóttir, Díana Jónsdóttir og Milena Mihaela Patru. Ljósmynd/ÍBV

Hin 13 ára Milena Mihaela Patru skoraði þriðja mark ÍBV í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir liðið í 3:1-sigri gegn HK í deildabikarnum í dag.

Lilja Kristín Svansdóttir og Allison Grace Lowrey skoruðu fyrstu tvö mörk ÍBV en Melkorka Mirra Aradóttir skoraði mark HK.

Ásamt Milenu léku Erla Hrönn Unnarsdóttir, Margrét Mjöll Ingimarsdóttir og Díana Jónsdóttir einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir ÍBV en Milena og Erla Hrönn eru báðar fæddar árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert