Hjartnæm kveðjustund Danijels

Danijel Dejan faðmar Matthías Vilhjálmsson.
Danijel Dejan faðmar Matthías Vilhjálmsson. Ljósmynd/Víkingur

Víkingar kvöddu Danijel Dejan Djuric á æfingu í Aþenu í dag en hann er á leiðinni til króatíska knattspyrnufélagsins Istra. 

Víkingur undirbýr sig fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu um þessar mundir. Leikurinn fer fram á heimavelli Panathinaikos í Aþenu en Víkingur er með 2:1-forystu eftir fyrri leikinn. 

Danijel Dejan lék fyrri leikinn en mun missa af seinni þar sem hann er á leið til Króatíu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í dag en Víkingur birti nokkrar myndir af því. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir.

Danijel og Helgi Guðjónsson.
Danijel og Helgi Guðjónsson. Ljósmynd/Víkingur
Danijel og Oliver Ekroth.
Danijel og Oliver Ekroth. Ljósmynd/Víkingur
Danijel og Nikolaj Hansen.
Danijel og Nikolaj Hansen. Ljósmynd/Víkingur
Pablo Punyed og Danijel.
Pablo Punyed og Danijel. Ljósmynd/Víkingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert