Knattspyrnumarkvörðurinn Jonathan Rasheed sleit að öllum líkindum hásin í fæti, nokkrum dögum eftir að hann gekk til liðs við KA.
Þetta herma heimildir mbl.is en hann gekk í raðir Akureyrarliðsins á frjálsri sölu fyrr í þessum mánuði.
Markvörðurinn er fæddur í Svíþjóð en er með norskt og sænskt ríkisfang.
Hann á að baki 47 leiki í efstu deild Svíþjóðar og 40 leiki í sænsku B-deildinni. Þá lék hann 14 leik fyrir Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Slitin hásin þýðir vanalega um átta til níu mánuði frá keppni þannig að sé það niðurstaðan eru litlar líkur á að Jonathan nái að spila á tímabilinu 2024. Hann gerði eins árs samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.