Góðar fréttir fyrir meistarana

Kristín Dís Árnadóttir verður áfram hjá Breiðabliki.
Kristín Dís Árnadóttir verður áfram hjá Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélagið Breiðablik. Félagið greinir frá á samfélagsmiðlum en ekki kemur fram hve langur nýi samningurinn er.

Kristín, sem er 25 ára, kom aftur til Breiðabliks í fyrra eftir þrjú ár hjá Bröndby í Danmörku og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með liðinu í þriðja sinn.

Varnarmaðurinn hefur leikið 93 leiki í efstu deild með Breiðabliki og skorað í þeim níu mörk. Hún lék átta leiki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert