Logi Hrafn Róbertsson, leikmaður Istra í Króatíu, er reyndasti leikmaðurinn í hópi 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu sem Ólafur Ingi Skúlason þjálfari tilkynnti í dag fyrir tvo vináttuleiki síðar í þessum mánuði.
Ísland mætir Ungverjalandi föstudaginn 21. mars og Skotlandi þriðjudaginn 25. mars og fara báðir fram á Pinatar Arena í Murcia á Spáni.
Logi og fimm aðrir leikmenn í hópnum léku talsvert með síðasta 21-árs landsliði en aðrir eru ýmist með engan, einn eða tvo landsleiki að baki í þessum aldursflokki. Fimm þeirra eru nýliðar.
Liðið býr sig undir nýja Evrópukeppni, EM 2027, en undankeppni hennar hefst í haust. Ísland mætir Færeyjum á heimavelli í fyrsta leiknum 4. september en Eistland, Sviss, Frakkland og Lúxemborg eru einnig í riðlinum.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
1/0 Ásgeir Orri Magnússon, Keflavík
1/0 Halldór Snær Georgsson, KR
Varnarmenn:
9/0 Hlynur Freyr Karlsson, Brommapojkarna
6/0 Daníel Freyr Kristjánsson, Fredericia
1/0 Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR
1/0 Júlíus Mar Júlíusson, KR
0/0 Birgir Steinn Styrmisson, KR
Miðjumenn:
13/0 Logi Hrafn Róbertsson, Istra
8/0 Eggert Aron Guðmundsson, Brann
2/0 Guðmundur Baldvin Nökkvason, Stjörnunni
1/0 Adolf Daði Birgisson, Stjörnunni
1/0 Helgi Fróði Ingason, Helmond Sport
1/0 Róbert Frosti Þorkelsson, GAIS
0/0 Baldur Kári Helgason, FH
0/0 Haukur Andri Haraldsson, ÍA
Sóknarmenn:
8/1 Hilmir Rafn Mikaelsson, Viking Stavanger
5/1 Benoný Breki Andrésson, Stockport
1/0 Ágúst Orri Þorsteinsson, Breiðabliki
0/0 Hinrik Harðarson, ÍA