„Galið“ að velja Aron Einar í landsliðshópinn

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá yngri flokkum Þróttar úr Reykjavík í fótbolta, furðar sig á landsliðsvali Arnars Gunnlaugssonar í færslu sem hann birti á X eftir að hópurinn var tilkynntur.

Aron Einar Gunnarsson er í íslenska landsliðshópnum en hann er samningsbundinn Al Gharafa í Katar. 

Aron Einar, sem er 35 ára gamall, á að baki 104 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í Podgorica þann 16. nóvember á síðasta ári.

Hefur lítið spilað undanfarin ár

Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur glímt við mikið af meiðslum á undanförnum árum og hefur því lítið spilað með félagsliðum sínum á undanförnum árum.

Fínn hópur og  sjaldan verið eins erfitt að velja hóp en um þessar mundir,“ skrifaði Þórður í færslu sem hann birti á X.

„Margir góðir spilarar ekki valdir. Það skýtur því skökku við, raunar galið að Aron Einar hafi verið valinn. 731 mínúta af fótbolta síðan 2023. Þar af 6 leikir í Lengjunni (1 sigur),“ segir enn fremur í færslu Þórðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert