Aron: Ekki meiðslapési ef ég næ þeim árangri

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði til margra ára, er í hópnum sem mætir Kósovó tvívegis í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í vikunni.

Einhverjir hafa gagnrýnt val Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara á Aroni, þar sem hann er orðinn 35 ára gamall og hefur glímt við meiðsli á undanförnum árum.

„Ég er með 104 landsleiki og ég er ekki meiðslapési ef ég næ þeim árangri. Ég var frá í heilt ár en það er ár síðan og ég er kominn til baka. Ég er hungraður í að hafa eitthvað að sanna.

Ég vil sýna að það hafi verið rétt ákvörðun að velja mig í liðið og það er ekki bara ég sem hugsa þannig,“ sagði Aron í samtali við mbl.is og hélt áfram:

„Þetta snýst ekki um mig heldur alla leikmennina í hópnum. Það er ekki hver sem er sem er valinn í landsliðið. Vonandi líður öllum eins og þeir þurfi að sýna sig og sanna og vilja leggja sig fram fyrir Íslands hönd.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert