Ísland mætir Kósovó í höfuðborginni Pristínu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta klukkan 19.45.
Fadil Vokrri-völlurinn tekur um 12.800 áhorfendur og er búist við um 12.500 manns á leikinn og er því nánast uppselt. Búist er við um 20 Íslendingum í stúkunni.
Seinni leikurinn fer fram í Murcia á Spáni á sunnudag og er það heimaleikur Íslands.