„Þú getur ekki sett þá í þessa stöðu“

Stefán Teitur Þórðarson svekktur.
Stefán Teitur Þórðarson svekktur. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Eftir á eru þetta klár mistök hjá Arnari að hafa gert þetta,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður íslenska landsliðsins, í myndveri Stöðvar 2 Sport eftir seinni leik Íslands gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar í Murcia í kvöld. 

Ísland tapaði leiknum 3:1 og einvíginu 5:2 samtals og mun leika í C-deildinni næst. 

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gerði heilar sex breytingar á liði sínu í dag en Ísak Bergmann Jóhannsson og Stefán Teitur Þórðarson spiluðu í stöðum sem þeir eru óvanir, Ísak í bakverði og Stefán í miðverði. 

Ósanngjarnt gagnvart þeim

Lárus Orri segir að eftir á að hyggja hefði þetta útspil Arnars ekki gengið upp. 

 „Ég veit að Arnar vill fá leikmenn sem geta leyst fleiri en eina og tvær stöður. Það er gott og vel, allir vilja þannig leikmenn. 

Hins vegar getur þú ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak i í dag. Það er ósanngjarnt gangvart liðinu og leikmönnunum líka. 

Þetta getur ekki gengið upp,“ sagði Lárus Orri meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert