Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu hefur samið við bandaríska miðjumanninn Emmu Starr um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Starr er 31 árs og lék síðast í Ástralíu en hefur komið víða við og einnig leikið á Írlandi, Danmörku, Englandi og Austurríki.
Keflavík féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og leikur því í 1. deild á komandi tímabili.