Síðasta tímabil Katrínar

Barbára Sól Gísladóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðasta …
Barbára Sól Gísladóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. mbl.is/Ólafur Árdal

Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur tilkynnt að tímabilið í ár verði hennar síðasta á ferlinum.

Katrín, sem er 32 ára, meiddist illa á hné í lokaumferð Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og hefur ekkert getað spilað síðan þá. Óljóst er hvort hún spili á tímabilinu.

„Í ljósi þess að tímabilið 2025 er að byrja þá vildi ég tilkynna að það verður mitt síðasta. Erfið meiðsli fyrir hálfu ári síðan gerir það að verkum að sumarið er í mikilli óvissu.

Ég mun styðja Blikastelpurnar mínar úr stúkunni og halda áfram æfingum eins lengi og líkaminn leyfir. Hvort ég snúi aftur á völlinn verður svo að koma í ljós,“ skrifaði Katrín á Instagramaðgangi sínum í dag.

Hún er þaulreyndur leikmaður enda á Katrín að baki 214 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hún hefur skorað 93 mörk. Auk þess á Katrín 19 A-landsleiki að baki þar sem hún skoraði eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert