Þróttur úr Reykjavík hafði betur gegn nýliðum Fram, 3:1 í fyrstu umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu 2025.
Þetta var fyrsti leikur Fram í efstu deild kvenna frá 1988 en liðið lenti í öðru sæti í næstefstu deild í fyrra.
Fram átti fyrsta skot í átt að marki í leiknum en það tók Murriell Tiernan langt fyrir utan teig en ágætis skot sem fór réttt yfir.
Stuttu síðar fékk Katie Cousin ágætis færi en boltinn barst rétt fyrir utan vítateiginn og Katie fór í skot sem var fast niðri en fór rétt fram hjá.
Fyrsta mark leiksins kom eftir 26 mínútur en það skoraði Freyja Karín Þorvaðardóttir. Caroline Murray kom með frábæra fyrirrgjöf frá hægri, fasta niðri, út í teiginn á Freyju sem setti hann í fyrstu snertingu í hægra hornið.
Freyja skoraði svo annað undir lok fyrri hálfleiks en hún slapp þá ein í gegn. Elaina LaMacchia varði frá henni en hún náði frákastinu og setti boltann í netið í annarri tilraun. Staðan því 2:0 í hálfleik fyrir heimakonum.
Freyja átti tvær aðrar marktilraunir snemma í fyrri hálfleik en tókst ekki að fullkomna þrennuna í þetta skiptið.
Fram minnkaði muninn á 75. mínútu en markið skoraði Murielle Tiernan eftir frábæran undirbúning frá Uni Rós Unnarsdóttir en Una sendi hælsendingu á Murielle sem hamraði boltanum í þverslána og í markið.
Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði svo þriðja mark Þróttara í uppbótartíma sem var skrautlegt. Unnur Dóra Bergsdóttir slapp í gegn og var með Dominiqe Bond-Flasza á hælunum. Elaina LaMacchia varði skotið frá henni en lenti á Dominique í leiðinni og boltinn fór frá þeim og á Þórdísi sem setti boltann í tómt netið.