Var fáránlega erfitt

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ánægð með að vera komin aftur …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ánægð með að vera komin aftur heim í Breiðablik eftir erfitt tímabil hjá Val á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt að byrja þetta tímabil eftir langan og strangan vetur,“ sagði knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið.

Berglind, sem er 33 ára gömul, er óðum að ná fyrri kröftum, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, soninn Þorvald Atla, í desember árið 2023 er hún var á mála hjá París SG í Frakklandi og leikið með Val á síðasta tímabili.

„Staðan á mér er fín. Undirbúningstímabilið gekk mjög vel. Nik [Chamberlain þjálfari], sjúkraþjálfarinn og styrktarþjálfarinn pössuðu allir mjög vel upp á mig og vildu ekki að ég færi of geyst af stað.

Við vorum að byggja mig upp og það gekk ótrúlega vel. Ég hef ekki fundið fyrir neinu í vetur. Ég var í miklu basli síðasta sumar en hef verið mjög góð í vetur. Þannig að það er allt að gerast. Ég er komin í fínt stand,“ útskýrði hún.

Kannski ekki skynsamlegt

Berglind fer ekki í grafgötur með það að erfiðleikar hennar á síðasta tímabili, þar sem Berglind skoraði þó fjögur mörk fyrir Val í 13 leikjum í Bestu deildinni, hafi tengst því að hún eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum mánuðum áður.

„Alveg klárlega. Ég byrjaði að æfa þremur mánuðum eftir barnsburð. Þótt mér hafi liðið mjög vel á þeim tíma var það kannski ekki skynsamlegt þegar ég lít til baka. Ég náði í rauninni ekkert að byggja mig upp því ég var ein að æfa.

Svo rifti ég við PSG svo að ég gæti skrifað undir hjá Val og svo var bara komið tímabil. Þannig að við tókum kannski tvær vikur í að reyna að byggja mig upp og svo byrjaði tímabilið. Svo var ég rosa mikið að elta liðið í formi og styrk allt sumarið auk þess að vera með nýfætt barn heima. Þannig að þetta var fáránlega erfitt,“ sagði Berglind.

Viðtalið við Berglindi má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert