Blikar ekki í vandræðum í Kópavogi

Blikar fagna marki í dag.
Blikar fagna marki í dag. mbl.is//Árni Sæberg

Breiðablik tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu með þægilegum sigri á Fjölni, 5:0 á Kópavegsvelli í dag.

Íslandsmeistararnir verða því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin í höfuðstöðvum KSÍ á þriðjudag.

Thobias skoraði aftur

Thobias Thomsen skoraði fyrsta mark Blika á 24. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson brenndi af vítaspyrnu á 61. mínútu en Valgeir Valgeirsson var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið.

Það voru svo ungu mennirnir Viktor Elmar Gautason, Tumi Fannar Gunnarsson og Ágúst Orri Þorsteinsson sem skoruðu þrjú síðustu mörk Breiðabliks á 77., 87. og 89. mínútu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert