Sex mörk í seinni í Kópavogi

Eiður Gauti Sæbjörnsson með augun á boltanum á Kópavogsvelli í …
Eiður Gauti Sæbjörnsson með augun á boltanum á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Eyþór

Breiðablik og KR gerðu 3:3 jafntefli í gífurlega fjörugum leik í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. 

Með jafnteflinu færist Breiðablik úr öðru sæti deildarinnar niður í það þriðja, en KR klýfur upp út fimmta sætinu í það fjórða. 

Tobias Thomsen opnaði markareikninginn

Eftir markalausan en skemmtilegan fyrri hálfleik þar sem báðum liðum tókst að gera sig líkleg til þess að skora opnuðu Blikar markareikninginn í upphafi seinni háfleiks með marki frá Tobiasi Thomsen á 54. mínútu.

Sex mínútum síðar var bætti Thomsen við sínu öðru marki og kom Breiðabliki í tveggja marka forystu.

Þrjú mörk á fimmtán mínútum

Einungis örfáum mínútum síðar snéru KR-ingar blaðinu við og svöruðu rækilega fyrir sig með þremur mörkum á fimmtán mínútna kafla.

Fyrst minnkaði Eiður Gauti Sæbjörnsson muninn á 67. mínútu í 2:1 og fjórum mínútum síðar jafnaði Jóhannes Kristinn Bjarnason metin. Staðan 2:2 eftir 80 mínútna leik og allt í járnum á Kópavogsvelli. 

Það var síðan Finnur Tómas Pálmason sem kom KR-ingum yfir á 81. mínútu og þannig stóðu leikar þar til á 92. mínútu þegar Kristófer Ingi Kristinsson komst einn í gegnum vörn KR og jafnaði metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður einungis fjórum mínútum fyrr. Lokatölur 3:3 og dramatíkin allsráðandi í Kópavogi fram á síðustu sekúndu. 

Breiðablik 3:3 KR opna loka
90. mín. Venjulegur leiktími liðinn og fjórum mínútum bætt við. Miðað við hvernig þessi leikur hefur þróast er engin leið að segja til um hvernig þetta fer.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert