FH-ingar gáfu Víkingum þrjú stig

Sveinn Gísli Þorkelsson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark …
Sveinn Gísli Þorkelsson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins í Fossvogi í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Víkingur hafði betur gegn FH, 3:1, á heimavelli í sjöttu umferð í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. 

Víkingar fara upp í fyrsta sætið og eru þar með 13 stig en FH er með fjögur í 11. sæti.

FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér í góðar stöður en Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins.

Það gerði miðvörðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson á 20. mínútu með skalla eftir hornspyrnu sem Helgi Guðjónsson tók en þetta var hans fyrsta mark í Bestu deild. 

Böðvar Böðvarsson jafnaði metin fyrir FH-inga þrettán mínútum síðar en það kom einnig eftir fast leikatriði. Kjartan Kári Finnbogason tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Víkinga. Hann lét vaða á markið og Pálmi Rafn Arinbjörnsson kýldi boltann út í miðjan teiginn þar sem Böðvar var mættur og renndi honum í netið.

Víkingar komust aftur yfir eftir aðeins þrjár mínútur en það var mjög klaufalegt sjálfsmark. Mathias Rosenörn sendi inn á miðjuna þar sem Tómas Orri Róbertsson var undir mikilli pressu og sendi krefjandi sendingu niður á Mathias. Nikolaj Hansen var í rangstöðunni og lét boltann fara á milli fóta sinna sem líklegast truflaði Mathias sem horfði bara á á meðan boltinn rúllaði í markið. 

Staðan var 2:1 fyrir Víkingum í hálfleik og seinni hálfleikur var mjög rólegur þar til FH-ingar ákváðu að gefa annað mark. Mathias var ekkert að flækja þetta, sendi boltann bara beint á Daníel Hafsteins sem þakkaði fyrir það með þriðja marki heimamanna.

Víkingur R. 3:1 FH opna loka
90. mín. Víkingur R. fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert