Nýliðar Fram höfðu betur gegn Víkingi úr Reykjavík, 2:1, í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum síðasta föstudagskvöld.
Þetta var annar sigur Fram í deildinni en Víkingur er aðeins með einn sigur og fjögur töp eftir fyrstu fimm leikina.
Alda Ólafsdóttir kom Fram yfir á 35. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Ísfold Marý Sigtryggsdóttir metin, 1:1.
Murielle Tiernan skoraði síðan sigurmark Framara á 69. mínútu með alvöru framherjaafgreiðslu.
Mörkin og aðrir svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube síðu Bestu deildarinnar hér að neðan.