Þrjár tvennur í sjö marka leik (myndskeið)

Patrick Pedersen fagnar öðru marka sinna á laugardag.
Patrick Pedersen fagnar öðru marka sinna á laugardag. Ljósmynd/Birta Margrét

Þrír leikmenn Vals gerðu sér lítið fyrir og skoruðu tvennu þegar liðið vann afskaplega öruggan sigur á ÍA, 6:1, í sjöttu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardag.

Lúkas Logi Heimisson, Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen skoruðu allir tvennu fyrir Valsmenn.

Viktor Jónsson minnkaði svo muninn þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Frederik Schram í marki Vals hafði varið.

Markaveisluna og frekari svipmyndir úr leiknum má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert