Vandræði Vals halda áfram (myndskeið)

Þórdís Elva Ágústsdóttir, með boltann, hefur farið frábærlega af stað …
Þórdís Elva Ágústsdóttir, með boltann, hefur farið frábærlega af stað með Þrótti á tímabilinu. Anna Rakel Pétursdóttir úr Val verst henni. mbl.is/Eyþór

Þróttur úr Reykjavík sótti þrjú stig á Hlíðarenda þegar liðið sigraði Val, 3:1, í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á fimmtudaginn var. 

Þróttur er með 13 stig í þriðja sæti, jafnmörg og FH og Íslandsmeistarar Breiðabliks sem eru í sætunum fyrir ofan. Valskonur eru hins vegar í fimmta sæti með aðeins sjö stig eftir fimm leiki. 

Valur komst yfir á 15. mínútu þökk sé Lillý Rut Hlyndsdóttur en Þórdís Elva Ágústsdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og María Eva Eyjólfsdóttir sáu til þess að Þróttur skoraði þrjú og vann leikinn. 

Mörkin og svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert