Áfall fyrir KR-inga

Luke Rae á fleygiferð í leik með KR gegn ÍA.
Luke Rae á fleygiferð í leik með KR gegn ÍA. mbl.is/Ólafur Árdal

Enski kantmaðurinn Luke Rae tognaði aftan í læri í 4:1-sigri KR á ÍBV í Bestu deildinni í knattspyrnu á laugardag og verður af þeim sökum frá um skeið.

Rae hefur verið lykilmaður hjá KR í upphafi tímabils og var til að mynda besti leikmaður aprílmánaðar að mati Morgunblaðsins.

Í samtali við Fótbolta.net sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, að Rae yrði frá fram yfir landsleikjahlé og að hann reiknaði með kantmanninum kvika í fyrsta lagi seinni partinn í júní.

Fyrsti leikur í Bestu deildinni eftir landsleikjahlé fer fram eftir rúman mánuð, 15. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert