Best í fimmtu umferðinni

Þórdís Elva Ágústsdóttir með boltann í leiknum gegn Val.
Þórdís Elva Ágústsdóttir með boltann í leiknum gegn Val. mbl.is/Eyþór

Þórdís Elva Ágústsdóttir miðjumaður Þróttar var besti leikmaðurinn í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Þórdís lék mjög vel þegar Þróttur lagði Val að velli á Hlíðarenda í síðustu viku, 3:1, en þar skoraði hún eitt mark og lagði annað upp gegn sínum fyrrverandi samherjum. Hún fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Þórdís er 24 ára gömul og gekk til liðs við Þrótt fyrir þetta tímabil en hún lék á síðasta ári með Växjö í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilaði 24 af 26 leikjum liðsins og skoraði tvö mörk.

Hún er uppalin hjá Haukum og lék þar fyrstu fjögur árin í meistaraflokki, þar af eitt tímabil í efstu deild.

Lið fimmtu umferðar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert