Daninn var bestur í sjöttu umferðinni

Morten Ohlsen Hansen, lengst til hægri, er lykilmaður í vörn …
Morten Ohlsen Hansen, lengst til hægri, er lykilmaður í vörn Vestra. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Morten Ohlsen Hansen varnarmaður Vestra var besti leikmaðurinn í sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Morten átti mjög góðan leik í vörn Vestfjarðaliðsins þegar það lagði Aftureldingu að velli, 2:0, á laugardaginn og var auk þess virkur í sóknarleiknum því hann átti stóran þátt í báðum mörkunum, krækti fyrst í vítaspyrnu og átti svo stoðsendingu á Arnór Borg Guðjohnsen.

Hann fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Fjórða árið á Íslandi

Morten er 31 árs gamall Dani og uppalinn hjá Sönderjyske þar sem hann lék ungur tvo leiki í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann spilaði síðan í sex ár með C-deildarliðinu Sydvest, þá tvö ár með Kolding í B-deildinni þar sem hann skoraði sex mörk í 55 leikjum, en hefur leikið á Íslandi frá árinu 2022.

Lið sjöttu umferðar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert