Ein úr Bestu deildinni í bann

Fanndís Friðriksdóttir og Bríet Jóhannsdóttir í leik Vals og Þórs/KA …
Fanndís Friðriksdóttir og Bríet Jóhannsdóttir í leik Vals og Þórs/KA í síðasta mánuði. mbl.is/Ólafur Árdal

Aðeins einn leikmaður úr Bestu deild kvenna í knattspyrnu var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag úrskurðaður í leikbann.

Þar er um að ræða Bríeti Jóhannsdóttur, leikmann Þórs/KA, sem var úrskurðuð í eins leiks bann eftir að hún hlaut brottvísun í 5:2-sigri á FHL á Reyðarfirði síðastliðið fimmtudagskvöld.

Bríet tekur út leikbannið í næstu umferð Bestu deildarinnar, þeirri sjöttu, þegar Þór/KA heimsækir nýliða Fram í Úlfarsárdalinn á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka