Sannfærandi Þórsarar í átta liða úrslit

Þórsarar flugu inn í átta liða úrslit í kvöld.
Þórsarar flugu inn í átta liða úrslit í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta með útisigri á Selfossi, 4:1. Bæði lið leika í 1. deild en Þórsarar voru mun sterkari aðilinn á Selfossi í kvöld.

Ibrahima Balde var í stuði í upphafi leiks því hann skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu og annað markið á 15. mínútu.

Ingimar Arnar Kristjánsson kom Þór í 3:0 á 38. mínútu, áður en Aron Lucas Vokes minnkaði muninn á 43. mínútu.

Þór átti hins vegar lokaorðið því Einar Freyr Halldórsson skoraði fjórða markið á 54. mínútu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert