„Aldrei verið nein vandamál okkar á milli“

Þorsteinn Halldórsson og Agla María Albertsdóttir.
Þorsteinn Halldórsson og Agla María Albertsdóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim/Hákon

„Eins og staðan er í dag eru meiðsli Glódísar Perlu ekkert sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Ísland mæt­ir Frakklandi og Nor­egi í loka­leikj­um sín­um í 2. riðli A-deild­ar Þjóðadeild­ar­inn­ar en leik­ur­inn gegn Nor­egi fer fram þann 30. maí í Þránd­heimi á meðan leik­ur­inn gegn Frakklandi fer fram 3. júní á Laug­ar­dals­velli.

Þorsteinn valdi 23 leikmenn fyrir leikina tvo og gerði tvær breytingar frá hópnum úr síðasta verkefni en þær Glódís Perla Viggósdóttir og Agla María Albertsdóttir koma báðar inn fyrir þær Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur og Elísu Viðarsdóttir.

Valin til þess að spila

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla var ekki með í síðasta verkefni vegna beinmars á ökkla en meiðslin gerði það að verkum að hún missti af nokkrum leikjum með félagsliði sínu Bayern München í vetur.

„Við þurfum að sjá hvernig hún verður eftir Noregsleikinn en eins og staðan er í dag þá er ég að velja hana til þess að spila báða leikina, hvort af því verður þarf svo bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn.

Gott að fá Öglu Maríu aftur

Þá hefur Agla María Albertsdóttir ekki gefið kost á sér í síðustu verkefni með landsliðinu en  hún er nú mætt aftur í hópinn.

„Það er mjög gott að fá Öglu Maríu aftur í hópinn. Hún gefur okkur góða breidd fram á við og möguleika sóknarlega sem hjálpa okkur. Við áttum gott spjall og það voru og hafa aldrei verið nein vandamál okkar á milli. Þetta snérist alfarið um hennar löngun þegar kemur að fótboltanum,“ bætti Þorsteinn við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert