Fengu styrk úr minningarsjóði Egils Hrafns

Frá afhendingunni á föstudagskvöldið.
Frá afhendingunni á föstudagskvöldið. Ljósmynd/Hulda Margrét

Fylkir og Selfoss fengu á föstudaginn var styrki úr minningarsjóði Egils Hrafns Gústafssonar, til eflingar á starfi í 2. flokki hjá báðum félögunum.

Styrkirnir voru afhentir fyrir viðureign félaganna í 1. deild karla sem fram fór á Fylkisvellinum í Árbæ.

Egill Hrafn lést 25 maí 2023, aðeins 17 ára gamall, en hann spilaði með Fylki upp alla yngri flokkanna og dvaldi einnig stóran hluta uppvaxtaráranna á Selfossi.

Í kjölfar andláts hans var stofnaður minningarsjóður til að heiðra minningu hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við verkefni sem hvetja ungmenni á aldrinum 16–20 ára til áframhaldandi þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og þar er leikgleði, ást á fótboltanum og skemmtun höfð að leiðarljósi.

Nánar um minningarsjóðinn og Egil

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert