Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahópinn fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeildinni, gegn Noregi 30. maí og Frakklandi 3. júní.
Tvær breytingar eru á hópnum. Glódís Perla Viggósdóttir er með á ný eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru.
Andrea Rán Hauksdóttir og Elísa Viðarsdóttir víkja úr hópnum í þeirra stað.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
17/0 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Inter Mílanó
12/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki
8/0 Fanney Inga Birkisdóttir, Häcken
Varnarmenn:
134/11 Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München
72/2 Ingibjörg Sigurðardóttir, Bröndby
49/1 Guðrún Arnardóttir, Rosengård
38/0 Guðný Árnadóttir, Kristianstad
20/0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki
17/0 Sædís Rún Heiðarsdóttir, Vålerenga
8/1 Natasha Anasi, Val
Miðjumenn:
116/38 Dagný Brynjarsdóttir, West Ham
52/6 Alexandra Jóhannsdóttir, Kristianstad
51/14 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Leverkusen
24/2 Hildur Antonsdóttir, Madrid CFF
18/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Val
16/1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Bröndby
5/0 Katla Tryggvadóttir, Kristianstad
Sóknarmenn:
58/4 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
51/6 Sandra María Jessen, Þór/KA
48/12 Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg
47/6 Hlín Eiríksdóttir, Leicester
23/2 Amanda Andradóttir, Twente
8/0 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, RB Leipzig